Ný Ásýnd
Sagan okkar
Ný Ásýnd er nýr og glæsilegur staður sem opnaði að Vínlandsleið 14 í Reykjavík í nóvember 2020. Hjá Nýrri Ásýnd starfa reynslumiklir sérfræðingar á sviði snyrtinga sem bjóða upp á hefðbundnar snyrtimeðferðir ásamt því allra nýjasta í dag: Henna litun fyrir augabrúnir, Lash Lift og Brow Lamination. Einnig er boðið upp á varanlega förðun (permanent make-up) fyrir augabrúnir, augu, varir og vörtubaug (medical tattoo), auk ýmissa sértækra og mjög virkra húðmeðferða eins og Dermatude og Plasma Pen.
Að baki Nýrrar Ásýndar standa mæðgurnar Undína Sigmundsdóttir og Karen Jóhannsdóttir.
Eftirtaldir sérfræðingar bjóða þjónustu sína hjá Ný Ásýnd
Undína Sigmundsdóttir
Meistari í snyrtifræði
Um Undínu
Undína sérhæfir sig í varanlegri förðun, medical tattoo og róttækum húðmeðferðum.
Starfsferill Undínu Sigmundsdóttur er glæstur, en hún státar af yfir 30 ára starfsreynslu á sviði snyrtimeðferða. Hún er meistari í snyrtifræði og hefur verið frumkvöðull á sínu sviði og kynnt íslendinga fyrir því nýjasta og áhrifaríkasta sem völ er á hverju sinni í þessum efnum.
Hún er ein sú reynslumesta hér á landi í varanlegri förðun og hefur kennt fjölda námskeiða, bæði hérlendis og erlendis.
Karen Jóhannsdóttir
Meistari í snyrtifræði
Um Karen
Karen er snyrtifræðimeistari og sérfræðingur í varanlegri förðun en hún hefur einnig sérhæft sig í róttækum andlitsmeðferðum.
Karen hlaut silfurverðlaun fyrir afburðarárangur þegar hún lauk sveinsprófi frá Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur.
Tara Lind Jóhannesdóttir
Snyrtifræðingur
Um Töru
Tara Lind Jóhannesdóttir útskrifaðist úr snyrtifræði frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 2017 og hef starfað við fagið síðan.
Hún hlaut bronsverðlaun frá Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur fyrir afburða árangur á sveinsprófi.
Lára Björk Dagnýsdóttir
Meistari í snyrtifræði
Um Láru
Lára útskrifaðist sem snyrtifræðingur í maí 2018 og hefur starfað við fagið síðan.
Nú er hún einnig í iðnmeistaranámi og stefnir á útskrift í maí 2021.