NÝ ÁSÝND

Leyfðu okkur að dekra við þig

NÝ ÁSÝND

Ný Ásýnd býður upp á varanlega förðun, róttækar andlitsmeðferðir og allar hefðbundnar snyrtimeðferðir.
Við bjóðum ykkur velkomin til okkar að Vínlandsleið 14, Reykjavík.

Hágæða meðferðir

Litun og plokkun

Litun augabrúna og augnhára er góð leið til að ná fram fallegum augnsvip og mótaðar augabrúnir ramma svo sannarlega inn andlitið.

Andlitsmeðferðir

Andlitsmeðferðirnar okkar eru sannkallað dekur, en þær innihalda hreinsun, næringu og slakandi nudd sem endurnærir húðina.

Vaxmeðferðir

Vax er þægileg leið til að þurfa ekki að hugsa um hárvöxt í lengri tíma, en flestir koma á fjögurra til sex vikna fresti.

Varanleg förðun

Varanleg förðun er byltingarkennd meðferð þar sem litir eru settir inn undir yfirborð húðar til að skerpa línur andlits.

Plasma pen

Plasma pen meðferð byggir á hita í yfirborði húðar sem veldur örlitlum bruna og opnar húðholurnar. Áreitið eykur elastín- og kollagen framleiðslu í húið sem þéttir og stinnir.

Hand- og fótsnyrting

Við bjóðum upp á hand- og fótsnyrtingar með og án lökkunar. Allar meðferðirnar enda á góðu nuddi og val er um lökkun.

Dermatude

Meta Therapy hjálpar til við að endurnýja það sem húðin hefur misst í tímans rás með 100% náttúrulegum hætti.

Épi-Last

Épi-Last er varanleg háreyðing með lífrænni tækni fyrir allar húðgerðir og háraliti þar sem notuð eru náttúruleg ensím.

Förðun

Við tökum að okkur farðanir fyrir öll tilefni. Við bjóðum einnig upp á brúðarfarðanir fyrir stóra daginn.

Medical Tattoo

Við bjóðum upp á sérstaka 3D tækni við gerð vörtubaugs og geirvörtu vegna ýmissa ástæðna, t.d. brjóstauppbyggingu.

Bókaðu tíma í meðferð

Þú getur bókað tíma á netinu þegar þér hentar

Tími fyrir smá dekur?

Andlitsmeðferðir

Meðferðirnar okkar eru sannkallað dekur þar sem áhersla er lögð á að gera heimsóknina notalega. Allar meðferðir innihalda hreinsun og næringu, ásamt róandi og slakandi nuddi sem endurnærir húðina.

Ljúf andlitsmeðferð þar sem húðin er yfirborðshreinsuð og djúphreinsuð. Í framhaldi er slakandi herða og andlitsnudd og endað á andlitsmaska sem fer eftir húðgerð hvers og eins. Rólegt og þægilegt andrúmsloft og tilvalið til að ná góðri slökun í amstri dagsins.
45 mínútur / 13.700 kr.

Ljúf andlitsmeðferð þar sem húðin er yfirborðshreinsuð og djúphreinsuð. Í framhaldi er slakandi herða og andlitsnudd og endað á andlitsmaska sem fer eftir húðgerð hvers og eins. Rólegt og þægilegt andrúmsloft og tilvalið til að ná góðri slökun í amstri dagsins.
60 mínútur / 16.900 kr.

Meðferðin inniheldur yfirborðshreinsun, djúphreinsun, gufu, herða og andlitsnudd, augnmaska og andlitsmaska. Hágæða dekurstund sem hentar öllum þar sem vörur eru valdar eftir þörfum hvers og eins.
90 mínútur / 19.900 kr.

Umsagnir

„Gjörsamlega meiriháttar þjónusta í fallegu og slakandi umhverfi. Fagmennskan er í fyrirrúmi á Ný Ásýnd og á sama tíma er hlýjan frá öllu starfsfólki þannig að hún smýgur beint inní hjartað. Það er sama hvers konar meðferðir ég kem í, ég geng alltaf út í skýjunum með niðurstöðuna. Sérstaklega mæli ég með þeim fyrir varanlega förðun. Ég hef varla undan því að taka við hrósum fyrir fallegu (og eðlilegu) augabrúnirnar sem þær gerðu.“
Tinna Rós Steinsdóttir
„Það er enginn betri en stelpurnar á Nýrri Ásýnd í sínu fagi. Þær eru vandvirkar og metnaðarfullar í starfi og hvort sem það er fótsnyrting eða litun, þá fer ég alltaf glimrandi glöð og fín frá þeim. Aðstaðan er frábær og snyrtileg. Ég mæli með Nýrri Ásýnd!“
Bára Sigurjónsdóttir
„Ég get alltaf treyst á toppþjónustu hjá stelpunum á Nýrri Ásýnd. Þær eru algjörir augabrúnasnillingar. Ég mæli hiklaust með þeim.“
Anna Elísa Gunnarsdóttir
Scroll to Top