Meðferðir
Hágæða meðferðir

Augu og augabrúnir
Litun augabrúna og augnhára er góð leið til að ná fram fallegum augnsvip og mótaðar augabrúnir ramma svo sannarlega inn andlitið.

Andlitsmeðferðir
Andlitsmeðferðirnar okkar eru sannkallað dekur, en þær innihalda hreinsun, næringu og slakandi nudd sem endurnærir húðina.

Vaxmeðferðir
Vax er þægileg leið til að þurfa ekki að hugsa um hárvöxt í lengri tíma, en flestir koma á fjögurra til sex vikna fresti.

Varanleg förðun
Varanleg förðun er byltingarkennd meðferð þar sem litir eru settir inn undir yfirborð húðar til að skerpa línur andlits.

Plasma pen
Plasma pen meðferð byggir á hita í yfirborði húðar sem veldur örlitlum bruna og opnar húðholurnar. Áreitið eykur elastín- og kollagen framleiðslu í húið sem þéttir og stinnir.

Hand- og fótsnyrting
Við bjóðum upp á hand- og fótsnyrtingar með og án lökkunar. Allar meðferðirnar enda á góðu nuddi og val er um lökkun.

Dermatude
Meta Therapy hjálpar til við að endurnýja það sem húðin hefur misst í tímans rás með 100% náttúrulegum hætti.

Épi-Last
Épi-Last er varanleg háreyðing með lífrænni tækni fyrir allar húðgerðir og háraliti þar sem notuð eru náttúruleg ensím.

Förðun
Við tökum að okkur farðanir fyrir öll tilefni. Við bjóðum einnig upp á brúðarfarðanir fyrir stóra daginn.

Medical Tattoo
Við bjóðum upp á sérstaka 3D tækni við gerð vörtubaugs og geirvörtu vegna ýmissa ástæðna, t.d. brjóstauppbyggingu.
Augun eru spegill sálarinnar
Litun augnabrúna og augnhára er góð leið til að ná fram fallegum augnsvip og mótaðar augabrúnir ramma svo sannarlega inn andlitið.
- Litun augnhára
- Litun augnbrúna
- Margir litir og litatónar
- Plokkun eða vax á augnabrúnir
Við litum augnhárin og augabrúnir með ekta augnháralit sem endist í um einn mánuð, en við ráðleggjum okkar viðskiptavinum að koma í litun á ca. 4 – 6 vikna fresti. Við erum með margar gerðir af litum og mismunandi litatóna og búum til þann lit sem hentar þér best. Oftast eru notaðir svartir eða blásvartir litir á augnhárin og brúnn eða svarbrúnn litur á augabrúnir.
Flestir vilja láta plokka eða setja vax á augabrúnirnar eftir að búið er að lita. Augabrúnir eru mikil persónueinkenni og ættu konur (og karlar) að varast að láta plokka mikið af augabrúnunum.Litun á augnhár og augabrúnir með plokkun eða vaxi tekur u.þ.b. 30 mín.
Einnig bjóðum við upp á sérmeðferðir varðandi augabrúnir og augnhár:
Henna litun
Sérstakur henna litur eru notaður við mótun augabrúna. Liturinn helst mun lengur í húð en hefðbundinn augabrúnalitur og því er þetta frábær kostur fyrir þá sem vilja sterkari mótun augabrúna eða þá sem eru með gisnar augabrúnir.
Lash lift
Það er ótrúlegt hvað Lash Lift getur gert fyrir augnhárin. Augun opnast og stækka með þessari frábæru meðferð og þannig undirstrikum við fegurð augna þinna.
Brow Lamination: Frábær meðferð fyrir alla þá sem nota augabrúnagel eða samskonar vörur til að halda hárum í augabrúnum á sínum stað.
Dekur fyrir sál og líkama
Slakandi og hreinsandi andlitsmeðferðir sem eru góðar bæði fyrir sál og líkama.
Húðhreinsun 60 mínútur
Það hafa allir gott af húðhreinsun reglulega. Meðferðin inniheldur yfirborðshreinsun og djúphreinsun húðar. Gufa er í framhaldi notuð til að opna húð og undirbúa undir kreistun ef þarf. Í lokin er sérstakur maski borinn á húð til að róa og sefa.
Nudd og maski – 45 mín
Ljúf andlitsmeðferð þar sem húðin er yfirborðshreinsuð og djúphreinsuð. Í framhaldi er slakandi andlitsnudd og endað á andlitsmaska sem fer eftir húðgerð hvers og eins. Rólegt og þægilegt andrúmsloft og tilvalið til að ná góðri slökun í amstri dagsins.
Andlitsbað – 60 mín
Meðferðin inniheldur yfirborðshreinsun, djúphreinsun, herða og andlitsnudd og andlitsmaska. Vörur eru valdar eftir þörfum hvers og eins til að tryggja að húðin þín fái allt það sem hún þarfnast. Yndisleg dekurstund í rólegu umhverfi.
Lúxus andlitsbað – 90 mín
Meðferðin inniheldur yfirborðshreinsun, djúphreinsun, gufu, herða og andlitsnudd, augnmaska og andlitsmaska. Hágæða dekurstund sem hentar öllum þar sem vörur eru valdar eftir þörfum hvers og eins.
Silkimjúk húð!
Vax er þægileg leið til að þurfa ekki að hugsa um hárvöxt í andliti eða á líkama í lengri tíma.
- Hentar viðkvæmri húð
- Lítill sem enginn roði eftir meðferð
- Kælandi og róandi krem að meðferð lokinni
- Fjölmargar meðferðir í boði
Við notumst við vax sem er með lægra bræðslustig eða við þægilegar 40°C. Vaxið hentar viðkvæmri húð vel vegna þessa og lítill sem enginn roði verður af notkun þess. Við fjarlægjum hárin hratt og örugglega og berum að lokum klælandi og róandi krem á svæðið.
Vax er þægileg leið til að þurfa ekki að hugsa um hárvöxt í lengri tíma, en flestir koma á fjögurra til sex vikna fresti.
Vaxmeðferð tekur u.þ.b. 30 – 60 mínútur.
Förðun framtíðarinnar
Örlitameðferð (varanleg förðun, e. Permanent Make-Up) er byltingarkennd meðferð þar sem litir eru settir inn undir yfirborð húðar til að skerpa línur andlits.
- Augnabrúnir, varir eða augnlína
- Fagurfræðilegt gildi
- Tímasparnaður
- Ódýrara til lengri tíma litið
Örlitameðferð er framkvæmd á augabrúnum, vörum eða augnlínu.
Fagurfræðilegt gildi, tímasparnaður og minni peningaeyðsla er ástæða þess að varanleg förðun er orðin ein vinsælasta meðferðin í dag.
Innifalið í verði fyrir varanlega förðun/örlitameðferð eru 2 skipti með 6 vikna millibili (seinna skipti þarf að nýta innan 3ja mánaða frá fyrra skipti).
Hægt er að sækja um endurgreiðslu hjá Sjúkratryggingum Íslands gegn framvísun reiknings frá okkur fyrir einstaklinga í krabbameinsmeðferð.
Örlitameðferð tekur 1,5 – 2 klst.
Plasma pen
Meðferðin er sú allra árangursríkasta sem snyrtifræðingar hafa upp á að bjóða í dag. Plasma Pen er meðferð sem byggir á hita í yfirborði húðar sem veldur örlitlum bruna og opnar húðholurnar. Við þetta áreiti eykst einnig kollagen og elastín framleiðsla í húð sem þéttir og stinnir.
Plasma Pen vinnur því gríðarlega vel á allri slappri og lausri húð sem hefur misst teygjanleikann. Augnpokar, djúpar línur eða hangandi húð heyra nú sögunni til.
Árangurinn er hreint út sagt stórkostlegur og hægt er að framkvæma meðferðina hvar sem er á líkamanum.
Þú ert í góðum höndum!
Það er fátt eins afslappandi og góð handsnyrting.
- Neglur klipptar og þjalaðar
- Naglabönd snyrt og mýkjandi krem borið á þau
- Handanudd til að losa um spennu í vöðvum
- Val um lökkun á nöglum
Í handsnyrtingu klippum við og þjölum neglurnar, snyrtum og berum mýkjandi krem á naglabönd. Meðferðin endar á góðu handanuddi til að losa um alla spennu í vöðvum. Val er um lökkun á neglur.
Handsnyrting tekur u.þ.b. 60-75 mínútur.
Það sem fæturnir elska
Allir ættu að hugsa vel um fæturnar sínar, þeir bera okkur jú uppi allan daginn.
- Neglur klipptar og þjalaðar
- Sigg og hörð húð fjarlægð
- Fótanudd til að örva blóðflæði
- Val um lökkun á tánöglum
Við klippum neglur og þjölum, fjarlægjum sigg og harða húð og naglabönd. Fótsnyrting endar á góðu nuddi til að örva blóðflæði og minnka spennu í fótum. Val er um lökkun á tánöglum.
Fótsnyrting tekur u.þ.b. 60-90 mínútur.
Róttæk, öflug og 100% náttúruleg meðferð
Í Dermatude meðferð eru gerð hárfín göt á húðina, án minnsta sársauka. Húðin skynjar þetta sem sár, náttúrulegar varnir líkamans bregðast samstundist við og hefja framleiðslu á kollageni og elastíni. Þessar sjálfvirku viðgerðir líkamans eru 100% náttúrulegar – húðin endurnýjast innanfrá.
Sjálfvirk viðgerð líkamans
Húðin endurnýjast innanfrá
Húðin verður þéttari og stinnari
Blóðrásin örvast
Ferskari húð og unglegra yfirbragð
Húðin verður þéttari og fær aftur stinnleika sem var farinn að minnka og greinilega sést að fínar línur og smáhrukkur sléttast, húðholur verða fínlegri, blóðrásin örvast og almennt ástand húðarinnar batnar.
Meta Therapy hjálpar til við að endurnýja það sem húðin hefur misst í tímans rás. Það fer fram með 100% náttúrulegum hætti, húðin verður ferskari og yfirbragðið unglegra.
Dermatude tekur u.þ.b. 60 mínútur.
Varanlegur árangur!
Épi-Last er byltingarkennd varanleg háreyðing með lífrænni ensím tækni fyrir allar húðgerðir og háraliti. Notuð eru náttúruleg ensím eins og þau sem þegar eru fyrir hendi í mannslíkamanum.
Varanleg háreyðing
Lífræn ensím tækni
Hentar öllum húðgerðum og háralitum
Einkar hentugt við að fjarlægja óæskileg andlits- og líkamshár
Épi-Last er örugg og árangursrík aðferð til að fjarlægja varanlegaa óæskileg andlits- og líkamshár á lífrænum grundvelli. Þetta er mjög hentugt fyrir ákveðn svæði líkt og t.d. augabrúnir þar sem ekki er óhætt að meðhöndla það svæði með IPL og/eða leysir.
Óæskileg hár eru fjarlægð með sérstöku olíulausu Crystal vaxi, sem aðeins festist við hárin en ekki húðina. Serumið fer inn í tóman hárpokann og umbreytir germinative frumum í amínósýru. Þessar amínósýrur fara síðan á skaðlausan máta gegnum sogæðakerfið. Þetta ferli tryggir að frumur sem bera ábyrgð á hárvexti geta ekki framleitt ný hár.
Épi-Last tekur u.þ.b. 30 – 60 mínútur.
Njóttu dagsins og láttu okkur sjá um förðunina!
Ertu á leið á viðburð og vilt láta fagmann um förðunina?
Við tökum að okkur dag- og kvöldfarðanir fyrir öll tilefni. Við bjóðum einnig upp á brúðarfarðanir fyrir stóra daginn.
Dagförðun
Kvöldförðun
Brúðarförðun fyrir stóra daginn
Prufuförðun v/brúðarförðun
Fyrir stærri tilefni eins og sjálfan brúðkaupsdaginn er gott að koma til okkar í prufuförðun til að við getum saman farið yfir þínar óskir og litaval og því allt klárt þegar að stóra deginum kemur.
Förðun tekur u.þ.b. 60 – 90 mínútur.
Medical Tattoo
Við bjóðum upp á sérstaka 3D tækni við gerð vörtubaugs og geirvörtu vegna ýmissa ástæðna, t.d. brjóstauppbyggingu.
Gerð vörtubaugs og geirvörtu er oft lokapuntur á erfiðri vegferð og leggjum við okkur fram við að skapa hlýlegt andrúmsloft og hlusta á óskir viðskiptavina.
Við vinnum í samstarfi við Vicky Martin og höfum sérhæft okkur í The Vicky Martin Method sem er heimsþekkt tækni á þessu sviði.